Um safnið

Upphaf söfnunar Egils Ólafssonar

Egill Ólafsson var fæddur á Hnjóti og bjó þar alla sína tíð. Hann hóf á unga aldri að safna gripum úr fortíðinni og þegar upp var staðið hafði hann komið upp á Hnjóti einhverju merkasta minjasafni landsins. Þar er margt muna sem hvergi eru annars staðar til og bera glöggt vitni þeirri framsýni sem Egill var gæddur. Honum tókst með harðfylgi að bjarga miklum menningarverðmætum sem annars hefðu lent í glatkistunni.

Lífsviðhorf

Í safninu eru hlutir úr eigu Jóns Thorbergs sem missti fótinn á unga aldri og vildi ekki skipta á kjörum við nokkurn mann. Lífshlaup Jóns gefur góða innsýn í lífið eins og það var hjá alþýðufólki í upphafi 20. aldar.

Staða safnsins í dag

Safnið er í eigu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem sjá um rekstur þess. Það hefur ótal möguleika til að vaxa og dafna en til þess þarf það aukið rekstrarfé. Standa vonir til þess að það muni í náinni framtíð eflast og styrkjast.
Söfnunaráhugi unglings verður að merku minjasafni
Það má segja að mjór er mikils vísir, þegar fjallað er um ævistarf bóndans á Hnjóti og konu hans Ragnheiðar Magnúsdóttur en saman byggðu þau upp þetta merka safn. Þjóðin stendur í þakkarskuld við þau vegna þess.

Staðsetning

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, Sími: 4561511, Netfang: museum@hnjotur.is