Björgunarafrekið við Látrabjarg

Háskaleg sjóslys í gegnum aldirnar

Látrabjarg, eitt stærsta fuglabjarg landsins, er stutt frá safninu og þar er margt muna sem tengist nytjum bjargsins. Þó bjargið hafi verið mikil matarkista þá hefur það ekki síður verið vettvangur slysa og þar hefur fjöldi sjómanna farist í gegnum tíðina. Björgunarafrekinu við Látrabjarg eru gerð góð skil í safninu.

Björgunin úr Sargon 1948

Hlutir úr togaranum Sargon sem strandaði undir Hafnarmúlanum eru í safninu og þar er sýnd leikna heimildarmyndin um Björgunarafrekið við Látrabjarg en hluti af myndinni er tekin við strandið á Sargon. Myndin er sýnd í safninu.

Minnisvarði

Ríkisstjórnin lét reisa minnisvarða um þau sjóslys sem orðið hafa í Rauðasandshreppi árið 1998. Það er alveg þess virði að ganga upp að minnisvarðanum og horfa yfir sveitina og komast í snertingu við hamfarir hafsins.
 

Staðsetning

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, Sími: 4561511, Netfang: museum@hnjotur.is