Mannlíf

 

Húsbúnaður og lífsmáti

Fólk bjó og starfaði í baðstofunni í svo litlu plássi að erfitt er að ímynda sér hvernig það var hægt. Það var lágt til lofts og þrengsli voru mikil; til að mynda sváfu oftast fleiri en einn í hverju rúmi og þykja þau þó lítil í dag. Allir áttu sér sitt matarílát, askinn, og í hann var matnum skammtað. Fólk sat síðan á rúmunum og borðaði upp úr askinum með spón.

Klæðnaður og hönnun

Klæðnaður fólks var fábreyttur á nútíma mælikvarða. Þá bjó fólk sig upp á við hátíðleg tækifæri. Í safninu er skautbúningur sem kona saumaði á sig og lagði allt sitt í að koma honum upp. Hún var alla sína ævi vinnukona og hafði því úr litlu að moða en þetta var hennar draumur. Þá er töluvert um heldri kvenna hannyrðir sem bera listfengi og hönnun gott vitni.

Tómstundir og leikir

Í safninu getur fólk séð hvernig skautar þróuðust frá því að vera hrossleggir og upp í þá skauta sem við þekkjum í dag. Það er hægt að fræðast um leiki vermanna og spyrja sjávöluna um framtíðina.

Staðsetning

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, Sími: 4561511, Netfang: museum@hnjotur.is